Thursday, October 26, 2006

Hvað hefur á daga þína drifið!


Hver í áranum er ég!

Vegna mikils þrýstings frá kvennkyns lesendum þessarar síðu hef ég ákveðið að hér undir þessari færslu geti fólk skrifað smávegis um sjálft sig þ.e.a.s. hvað það er að gera í dag, hversu mörg börn, hversu oft það drekkur í viku o.sfrv.
Þeir sem þegar hafa skrifað sjálfsævisögu sína einhvers staðar á síðunni eru því beðnir um að endurtaka leikinn og geta þá bætt einhverju við.

Koma svo!

13 comments:

Anonymous said...

Jæja, það er best að hefja ævisöguágripið og vona svo að fleiri fylgi í kjölfarið. Svo væri góð hugmynd að láta Óskar streða meira og reyna að koma inn myndum af fólki eins og það lítur út í dag og mér myndi finnast gaman að sjá eitt og eitt afkvæmi líka ;-)
Allavega; eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum vann ég við kennslu í unglingadeild í 6 ár (fyrst líffræði, kynfræðslu og íslensku en undir lokin eingöngu íslensku og var þá með deildarstjórn). Þetta var mjög skemmtilegt starf og átti ansi vel við mig en við ræddum samt af og til síðustu árin að gaman væri að reyna eitthvað nýtt í nýju landi, svona áður en við yrðum ellismellir. Við ákváðum að láta slag standa þegar ég varð ólétt af minni yngstu. Þar sem ég ætlaði að taka heilt ár í fæðingarorlof, ákváðum við að flytja til Spánar og gefa því þetta ár...svona sjá hvernig allir plummuðu sig. Nú eru komin tvö og hálft ár og enginn á leiðinni heim til Íslands aftur. Hér á Spáni er yndislegt að vera með fjölskylduna og það er erfitt að benda á eitthvað eitt...það er hreinlega allt; verðlag, veður, birta, heimsborgir, menning, strendur og sandur, frábært verð á fersku hráefni til matargerðar, ljúffeng rauðvín og góður bjór..og svona mætti lengi telja. Við búum á golfvelli sem heitir La Finca og rekum hér fasteignasölu http://www.lalunahus.com. Það er líka skemmtilegt starf og mikill kostur að vera sjálfs síns herra. Ég var svo forsjál að því er virðist að taka á sínum tíma stúdentspróf í spænsku og er því potturinn og pannan í fyrirtækinu..gaman að vera forstjóri! Guffi spilar auðvitað golf nokkrum sinnum í viku allan ársins hring en ég hef enn ekki fengið þessa dellu þó svo ég eigi settið inni í geymslu. Ég fer hins vegar í ræktina oft í viku. Skólakerfið á Spáni er mjög gott og skvísurnar mínar þrjár: Sesselía Rán 12 ára, Vilborg Hrönn 6 ára og Eva María 2ja ára (fædd á Spáni) eru allar alsælar í skólanum. Eva María er í leikskóla 8 tíma á dag og það kostar okkur 30 Evrur á mánuði (lol!). Svo byrjar skólagangan hér við 3ja ára aldurinn og þá eru engin skólagjöld greidd...lol aftur!! Vilborg er byrjuð að lesa og reikna eins og herforingi og Sesselía er í gaggó en þar þarf ég að kaupa skólabækurnar fyrir hana, sem er í raun eini kostnaðurinn. Allar tala þær að sjálfsögðu spænsku og að auki tala þessar eldri ensku líka. Svo er Sesselía byrjuð í frönsku í gaggó. Ekki amalegt veganesti í heimi sem fer minnkandi með hverjum deginum. En ætli þetta sé nú ekki komið ágætt í bili. Svona í lokin þá gef ég gömlum skólafélögum leyfi til að hafa samband við mig ef þeir vilja hjálp við að leigja sér íbúð í fríinu..eða fara í eins og eina golfferð. Við rekum ekki formlega leigumiðlun en gerum svona hluti fyrir vini og vandamenn. Og að sjálfsögðu viljum við líka heyra í ykkur ef í einhverjum blundar draumur um fasteign á Spáni. Við höfum nánast ekkert auglýst okkur á Íslandi en viðskiptavinir okkar hafa verið okkar besta auglýsing. Ég kveð í bili og fer að undirbúa stelpuferð til borgarinnar Orihuela en þangað liggur leiðin seinnipartinn í dag. Við vinkonurnar ætlum á safnarölt og setjast svo og fá okkur rauðvín og tapas í 28 stiga hita! Vona að ykkur sé ekki kalt á klakanum...

Anonymous said...

Jæja, það er best að hefja ævisöguágripið og vona svo að fleiri fylgi í kjölfarið. Svo væri góð hugmynd að láta Óskar streða meira og reyna að koma inn myndum af fólki eins og það lítur út í dag og mér myndi finnast gaman að sjá eitt og eitt afkvæmi líka ;-)
Allavega; eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum vann ég við kennslu í unglingadeild í 6 ár (fyrst líffræði, kynfræðslu og íslensku en undir lokin eingöngu íslensku og var þá með deildarstjórn). Þetta var mjög skemmtilegt starf og átti ansi vel við mig en við ræddum samt af og til síðustu árin að gaman væri að reyna eitthvað nýtt í nýju landi, svona áður en við yrðum ellismellir. Við ákváðum að láta slag standa þegar ég varð ólétt af minni yngstu. Þar sem ég ætlaði að taka heilt ár í fæðingarorlof, ákváðum við að flytja til Spánar og gefa því þetta ár...svona sjá hvernig allir plummuðu sig. Nú eru komin tvö og hálft ár og enginn á leiðinni heim til Íslands aftur. Hér á Spáni er yndislegt að vera með fjölskylduna og það er erfitt að benda á eitthvað eitt...það er hreinlega allt; verðlag, veður, birta, heimsborgir, menning, strendur og sandur, frábært verð á fersku hráefni til matargerðar, ljúffeng rauðvín og góður bjór..og svona mætti lengi telja. Við búum á golfvelli sem heitir La Finca og rekum hér fasteignasölu http://www.lalunahus.com. Það er líka skemmtilegt starf og mikill kostur að vera sjálfs síns herra. Ég var svo forsjál að því er virðist að taka á sínum tíma stúdentspróf í spænsku og er því potturinn og pannan í fyrirtækinu..gaman að vera forstjóri! Guffi spilar auðvitað golf nokkrum sinnum í viku allan ársins hring en ég hef enn ekki fengið þessa dellu þó svo ég eigi settið inni í geymslu. Ég fer hins vegar í ræktina oft í viku. Skólakerfið á Spáni er mjög gott og skvísurnar mínar þrjár: Sesselía Rán 12 ára, Vilborg Hrönn 6 ára og Eva María 2ja ára (fædd á Spáni) eru allar alsælar í skólanum. Eva María er í leikskóla 8 tíma á dag og það kostar okkur 30 Evrur á mánuði (lol!). Svo byrjar skólagangan hér við 3ja ára aldurinn og þá eru engin skólagjöld greidd...lol aftur!! Vilborg er byrjuð að lesa og reikna eins og herforingi og Sesselía er í gaggó en þar þarf ég að kaupa skólabækurnar fyrir hana, sem er í raun eini kostnaðurinn. Allar tala þær að sjálfsögðu spænsku og að auki tala þessar eldri ensku líka. Svo er Sesselía byrjuð í frönsku í gaggó. Ekki amalegt veganesti í heimi sem fer minnkandi með hverjum deginum. En ætli þetta sé nú ekki komið ágætt í bili. Svona í lokin þá gef ég gömlum skólafélögum leyfi til að hafa samband við mig ef þeir vilja hjálp við að leigja sér íbúð í fríinu..eða fara í eins og eina golfferð. Við rekum ekki formlega leigumiðlun en gerum svona hluti fyrir vini og vandamenn. Og að sjálfsögðu viljum við líka heyra í ykkur ef í einhverjum blundar draumur um fasteign á Spáni. Við höfum nánast ekkert auglýst okkur á Íslandi en viðskiptavinir okkar hafa verið okkar besta auglýsing. Ég kveð í bili og fer að undirbúa stelpuferð til borgarinnar Orihuela en þangað liggur leiðin seinnipartinn í dag. Við vinkonurnar ætlum á safnarölt og setjast svo og fá okkur rauðvín og tapas í 28 stiga hita! Vona að ykkur sé ekki kalt á klakanum...

Anonymous said...

Vá þetta var svo langt hjá Steinu - gaman að heyra að þú hefur það gott.
Þá kemur mitt ágrip.
Eftir stúdentinn úr Flensborg - ætlaði ég að vinna í eitt ár og fékk vinnu hjá Úrval-Útsýn. 16 árum seinna er ég enn í ferðabransanum ( eða þannig) Ég var sem sagt hjá Úrval-Útsýn og seinna Ferðaskrifstofu Íslands ( sama fyrirtækið) í 12 eða 13 ár. Fyrir utan einhverja 2 mánuði þar sem ég fór í matvælafræði í Háskólanum. Með þessari vinnu tók ég svo Markaðs- og útflutningsfræði í endurmentun Háskólans. Ég starfaði við ýmislegt há ÚÚ og svo fyrir 4 árum síðan fór ég til Amadeus sem er fyrirtæki sem þjónar notendum á tölvukerfin Amadeus og DaVinci en þau eru notuð á ferðaskrifstofum og flugfélögum. Ég er gift honum Bjössa sem ég kynntist í Flensborg og við eigum 3 börn 12 ára stelpu ( sem er ekki búin að fá að skoða myndirnar á síðunnu !) 8 ára strák og svo annan sem verður 3 ára í janúar. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í Hafnarfirðinum ( Setberginu) svo að ég hef nú ekki farið langt frá upprunanum. Læt duga að fara til útlanda svona í frí og vinnuferðir.

Anonymous said...

Hæ öll

Best að klára þetta meðan minnið er enn í lagi :-)
Ég skrapp til Vestmannaeyja til að leysa af (er hjúkrunarfræðingur)í 8 mánuði meðan ég beið eftir breska hjúkrunarleyfinu mínu, síðan eru liðin átta ár. Þar á undan var ég að vinna á landspítalanum (ákvað að fara ekki aftar því ég er búin að vera svo dugleg að ferðast ) síðan fór í ég framhaldsnám í stjórnun og starfa sem Hjúkrunarforstjóri á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Við eigum 3 börn, maðurinn minn á eitt áður 15 ára stelpu ( Tönju) svo eigum við Þórð Yngva 7 ára og Selmu Björt 3 ára. Við búum sem sagt hér á eldfjalli suður í höfum og það fer mér ágætlega að vera svona landsbygðartútta enda alin upp í Hafnarfirði sem var þorp út á landi í gamla daga :-) Hér er líka nóg af hrauni og fullt af bátum.
Steina ég tek þig á orðinu og mun örugglega hafa samband þegar ég fer næst til spánar og til Soffíu þá fer ég árlega til London stundum oftar svo við gætum fengið okkur kaffi !
Gaman að heyra af ykkur endilega skrifið línu.
Ég veit að ég á myndir í einhverjum kassa en veit ekki hvort allar eru birtingarhæfar ? Lofa engu en þar sem mikið er óskað eftir slíku skal ég reyna að vanda valið.

MBK
Eydís Ósk

Anonymous said...

Jæja elskurnar
Herna kemur það. Æðislegt að fá fréttir af ykkur og gaman væri að fá að heyra af sem flestum. Vissi reyndar allt um Öllu - hehe en í Eydísi hef ég ekki heyrt í mörg ár en Eydís mín það væri æðislegt að fá þig í kaffi anytime og ég er með stórt hús svo þú ert velkomin í heimsókn. Steina - ég er alltaf á einhverju flakki svo ég sendi þér mail ef leiðin liggur á þínar slóðir.
Ég hitti minn mann árið 1993 en hann heitir Ragnar og er Agnarsson og vinnur sem leikstjóri. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1994 og vann á Borgarspítalanum í rúmt ár. Fluttum þá til Los Angeles og bjuggum þar í 2 og 1/2 ár og ég var að vinna þar sem hjúkka. Fluttum aftur í Hafnarfjörðinn 1997 og ég fór aftur að vinna á Borgarspítalanum. Eignaðist strákinn minn hann Mikael árið 1999 og Thelmu 2000 en fyrir átti Raggi hana Hildi sem er orðin 17!!!
Árið 2000 opnuðum við Íris vinkona mín vefsíðuna femin.is sem gekk framar vonum og ég fékk þann titil að vera ritstjóri, veit samt ekki alveg hvernig það kom til en allavega. Ég er einnig þar sem ráðgjafi um kynlíf svo elskurnar mínar ef kynlífið er eitthvað dapurt hjá ykkur þá endilega sendið mér línu. Ég flutti svo til London sumarið 2005 og opnaði femin.co.uk hér í apríl sl og það gengur fínt. Bý hér í 20 mín fjarlægð frá downtown London í litlum og sætum bæ sem kallast Kew og skrifstofan mín er á New Bond Street svo þið eruð velkomin í heimsókn ef einhver á leið hjá :)
Stína og Alla eru báðar búnar að koma í heimsókn. Hér er mjög gott að búa en líka mjög dýrt. Börnin eru ánægð í skólanum hér og tala nátturulega orðið miklu betri ensku en mamman og ótrúlegt hvað íslenskan gleymist hratt. Ég á einnig heimili í Hafnarfirðinum og skrepp þangað nokkrum sinnum á ári en maðurinn minn er að vinna bæði þar og hér svo við erum mikið á flakki, allavega hann. Hann fær örugglega jólagjöf frá Icelandair og sennilega gæti ég keyrt blindandi út á Heathrow svo oft er farið á milli. Allavega nóg af mér í bili. Hlakka til að heyra af sem flestum ykkar.
Knús og kossar,
Soffía

Anonymous said...

Hæ öll
Ég veit nú ekki hvar ég á að byrja á minni ævisögu en..... allavega þá á ég tvö stykki börn, 9 ára tvíbura stelpu og strák. Hef nú að mestu bara haldið mig í Hafnarfirði frá fæðingu, fyrir utan einhverja mánuði í San Diego hérna í den og 3 ár á Bifröst en ég er nýflutt aftur til Hafnarfjarðar eftir 3 ára dvöl á Bifröst þar sem ég lærði Viðskiptalögfræði og sit núna heima á daginn og skrifa lokaritgerðina sem fjallar um skattamál en það er einmitt það sem ég er að fara að vinna við. Ég er s.s að byrja að vinna á Skattasviði KPMG um mánaðarmótin og útskrifast sem Viðskiptalögfræðingur um áramótin.
Áður en ég fór á Bifröst vann ég líka hjá KPMG (er lítið fyrir breytingar! ) og hafði unnið þar frá síðustu aldamótum.
That’s about it, er ekkert að fara lengra aftur, læt þetta duga. Hlakka bara til að sjá ykkur þann 17. nóv.

p.s. ég vil nú hvetja, vinkonur mínar þær Þórunni og Eyrúnu til að láta heyra í sér hér hérna á síðunni..... þær eru nú einu sinni í nefndinni!!!!

Anonymous said...

Bara stelpurnar sem skrifa?
Jæja þá skal ég taka af skarið Ég bý í N-Noregi rétt við Lofoten og er búin að vera hér í rúmlega 2 ár að vinna fyrir Eimskip er búin að vinna hjá þeim nánast frá því ég var 16 með smá skóla hléum.
Ég á einn strák 3 ára og eina fósturdóttur sem er 14 en hún býr hjá pabba sínum á Islandi flutt heim aftur síðasta sumar, henni leyst ekkert á þessa sveit hér sem við búum í.
Langar mikið að koma þann 17 en við sjáum til þegar nær dregur hvort vinnan leyfi það.
Flott síða og gaman á sjá hvað fólk er að gera maður var nú búin að gleyma einhverju af þessu gengi

Kv
Hjölli

Anonymous said...

Bara stelpurnar sem skrifa?
Jæja þá skal ég taka af skarið Ég bý í N-Noregi rétt við Lofoten og er búin að vera hér í rúmlega 2 ár að vinna fyrir Eimskip er búin að vinna hjá þeim nánast frá því ég var 16 með smá skóla hléum.
Ég á einn strák 3 ára og eina fósturdóttur sem er 14 en hún býr hjá pabba sínum á Islandi flutt heim aftur síðasta sumar, henni leyst ekkert á þessa sveit hér sem við búum í.
Langar mikið að koma þann 17 en við sjáum til þegar nær dregur hvort vinnan leyfi það.
Flott síða og gaman á sjá hvað fólk er að gera maður var nú búin að gleyma einhverju af þessu gengi

Kv
Hjölli

Sósi said...

Eftir Víðó fór ég í Flensborgarskólann, síðan fór ég að vinna sem málari í nokkur ár hjá honum Svenna. Fór síðan í Landfræði í Háskólanum og loks í master í Umhverfisfræðum. Núna er ég að vinna hjá Verkfræðistofu sem heitir VGK og hef gert það síðastliðin 7 ár. Ég er giftur Rakel Pálsdóttur konunni sem ég kynntist árið 1988 og á með henni þrjú börn, Stefaníu Ósk 16 ára, Sigurð 12 ára og Sögu litlu 3 ára. Ég er nýbúin að kaupa mér hús í Litla Skerjafirði og uni hag mínum þar einkar vel og leik við hvurn minn fingur. Hlakka til að hitta sem flesta þann 17. og hvet í leiðinni fólk til þess að skrá sig.

Anonymous said...

Stúdent frá FG, fór í Tónlistarskólann i Reykjavík og tók einleikara- og kennarapróf. Fór til Amsterdam 1993 og lærði á klarinett og bassaklarinett við Sweelinck tónlistarháskólann. Kom heim 2001, byrjaði í Sinfóníunni 2004 og kenni lítillega við tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Kópavogs. Spila auk þess um allar jarðir allskonar tónlist á allskonar hljóðfæri.
Er hamingjusamur fjölskyldufaðir í Hafnarfirði, gifti mig 1997 og á tvær dætur, 5 ára og 1 árs.
Er nokkuð drykkfelldur og 7 kílóum yfir kjörþyngd.
Hlakka til að sjá alla þann 17. nóv.

Anonymous said...

Eftir Viðó fór ég að vinna i trésmiðju og á veitingarstöðum í svona rúmlega 2 ár. Þegar ég var a nítjánda ári eða 1989 ákvað eg að skreppa til Svíþjóðar og Gautaborgar ásamt kærustu minni og vinum mínum til að prufa eitthvað nytt. Ætlaði að vera þar og vinna yfir sumarið og byrjaði að vinna hjá Volvo. 1990 varð eg pabbi við fengum stelpu :) og i dag 17 árum seinna er eg ennþá hérna úti.
Við 3 (stóra fjölskyldan) búum i bæ sem heitir Partille ( svipað stór eins og Hafnarfjörður) og er svona 5 km fyrir utan Gautaborg.
Því miður kemst ég ekki á ballið þar sem eg frétti þetta of seint og er upptekinn um þetta leiti.
Geggjuð síða og það er mjög gaman að sjá myndirnar
Bið að heilsa öllum á ballinu

Ha det bra
Billi

p.s. afsakið stafsetninguna mína og vonast eftir myndum frá ballinu

Bryn said...

Who am I? Good Question...
Bara kelling i ameriku med alltof storann rass keyrandi um a mini vaninum og rifandi kjaft a fotboltaleikjunum.. 3 opaeg born og kallinn alltaf i vinnunni... Nei svona i alvorunni pa er eg busett rett fyrir utan Boston i bae sem heitir Shrewsbury. Flutti hingad fyrir 7 arum og likar vel. Var par adur busett i Pennsylvaniu og par adur i Santa Barbara Californiu. God reynsla en erfitt ad vera i burtu fra Froni. Bornin min prju eru: 15, 12 og yngsti er 6 ara. Eg er ennpa gift Odda Almars gitarleikara Katra Pilta (remember the good ole times) 16 years and still going strong! Eg er ad vinna sem Spa Fraedingur a Dekurstofu her i nagrenni og likar afskaplega vel. Veit ekki ennpa hvort eg kemst a petta skemmtilega mot, en se til pegar lidur a vikuna... kaer kvedja til allra sem vilja pekkja mig fra Boston...
Brynja Einars.

Anonymous said...

Frábær síða. Maður færist 20 ár aftur í tímann!
Ég flutti til Svíþjóðar 1990 (enda hefur faðir minn búið hér alla mína ævi) og hef nú búið hér í 17 ár. Ég bý í Löddeköpinge (suður Svíþjóð) og við erum að bygga nýtt hús í Veberöd. Var á fullu í handboltanum og spilaði í úrvalsdeildinni hér í nokkur ár. Lærði þroskaþjálfun með sérhæfni á einhverfni og vann við það í 10 ár. Settist svo aftur á skólabekk og lærði viðskiptafræði. Hef unnið hjá einkafyrirtæki sem byggir leiguíbúðir/hús, er nýhætt þar og er að stofna eigið fyrirtæki. Ég á sænskan mann sem heitir Rickard Karlström og einn yndislegan son sem heitir Erik Atli og verður 5 ára á laugardaginn. Ég fer til Íslands 2-3 á ári til að hitta hana Þorgerði mína og systur á Egilsstöðum. Missti af síðustu endurfundum vegna fæðingu sonar míns og kemst því miður ekki núna vegna þess að ég er að fara í aðgerð á hendi (gömul íþróttameiðsl... stórhættulegt að stunda íþróttir!). Vonandi skemmtið þið ykkur vel.

Kær kveðja Björg