Monday, October 09, 2006

Sannleikann eða kontor!


Vinsældir leiksins "sannleikann eða kontor" voru gífurlegir í þá gömlu góðu daga, en getur einhver fróðleiksbrunnurinn sagt mér hvað í áranum er kontor? Samkvæmt þýðingu íslensku orðabókarinnar þýðir orðið "skrifstofa, vinnu- og móttökuherbergi ráðamanns, kaupsýslumanns e.þ.h. (á vinnustað eða heimili)
bauð mér inn á kontórinn og tók fram pela og glös". Samkvæmt þeirri þýðingu hefði maður átt að fara upp á skrifstofu og detta íða ef maður var ekki fáanlegur til þess að segja sannleikann sem var oft mjög erfitt á þessu árum.

1 comment:

Anonymous said...

Sko, er þetta ekki bara sannleikann eða „Kantor"? (Og flettiði nú uppá því!)
Til hamingju með heimasíðuna og gott framtak.
Rúnar Óskarsson (líka fæddur 1970)