Thursday, October 26, 2006

Ingó þó!

Ingó var einn af þeim sem var í skítarettugenginu sem hélt til á svæði sem kallaðist í daglegu tali kamarinn. Man að maður varð stundum fyrir aðkasti þegar maður átti leiða þar fram hjá með djús í brúsa kasettutæki á öxlinni og fótbolta undir hendinni á leið niður á Víðistaðatún í klínu. Þannig að það voru misjöfn áhugamálin á þessum tíma, á meðan sumir voru í klínu þá voru aðrir í vímu og svo sem ekkert meira um það að segja. Efast um að jólakúlurnar hafi verið komnar niður hjá Ingó þegar þessi mynd var tekin (jólakúlur = hreðjar).

No comments: