Monday, October 30, 2006

Kórak sonur Tarzans?

Hver man ekki eftir því er við fundum þetta kvikindi í skólaferðalaginu í Þórsmörk hér um árið. Þessi vesalingur hafði ráfað um skóginn í mörg ár þangað til við tókum hann upp á okkar arma fæddum hann og klæddum og gáfum honum nafn. Mamma hans og pabbi urðu víst viðskila við greyið er þau voru í einni af sínum alræmdu fyllerísferðum í Þórsmörk á hippatímabilinu. Í dag býr kvikindið við mikla velsæld á Völlunum í Hafnarfirði og unir þar hag sínum vel undir nafninu Ægir Sigurgeirsson. Held meira að segja að hann sé orðinn íþróttakennari við Víðistaðaskóla. Það er kannski ekki að undra enda var drengurinn duglegur að sveifla sér á milli greina er hann var að alast upp í skóginum.

No comments: