Tuesday, October 31, 2006

Múnað í Mörkinni!

Þessir pörupiltar ákváðu upp á sitt einsdæmi að gefa skít í skólayfirvöld með því að bera á sér þjóhnappana í Þórsmörk. Þeir höfðu þó ekki erindi fyrir erfiðið enda öllum skítsama um skítuga þjóhnappa. Heyrst hefur að Brynjar, Svavar og Finnbogi ætli sér að endurtaka leikinn á endurfundum okkar þann 17. nóvember og því til mikils að hlakka.

Stjörnustælar!

Elías var heldur ekki mikið fyrir að láta mynda sig. Hér reynir hann að henda grús í myndatökumanninn, hvílík heift! Takið vel eftir hekluðu vestispeysunni sem Sprelías er í, hann heklaði þetta sjálfur helv.. melurinn.

Fyrirsæta eða betlari?

Eins og flestir vita þá var Elías Óskar Illugason frekar tæpur á þessum árum. Hann átti það til að liggja á göngunum í Víðistaðaskóla og betla peninga fyrir snúð og allskyns óþvera. Hér er hann í skólaferðalagi að betla pening fyrir sítrónu Svala (meiri vitleysingurinn).

Finni gerir hosur sínar grænar fyrir Steinu!

Greinilega eitthvað í gangi þarna. Finnbogi að láta Steinu vita að hann sé til í tuskið með því að ýta duglega í hana öxlinni. Já menn komu skilaboðum með ýmsu móti til skila í þá daga með misjöfnum árangri þó. Held að þessi aðferð hjá Finna hafi nú ekki gengið upp, en hvað veit ég.

Hann er eins og hreindýr!

Finnbogi Gylfason bregður hér fyrir sig hinni alræmdu kímnigáfu og læst vera skelfingu lostið hreindýr. Svona var tarfurinn sem ég skaut á Grænlandi í sumar á svipinn þegar ég hafði skotið af honum vinstra hornið.

Monday, October 30, 2006

Mynd frá Einari sundkennara!

Ekki fyrir svo mörgum árum síðan hitti ég Einar sundkennara á förnum vegi og hann tjáði mér að hann ætti í fórum sínum flotta mynd af mér og fleiri krökkum. Ég gaf honum heimilisfangið mitt og hann sendi þessa mynd á mig, og hér er hún nú. Þetta er sem sagt mynd af Sigga Hilmars, Katrínu, Ægi, Óskari Sig og Írisi. Takiði eftir slikkernum sem er á hjólinu hjá mér, keypti hann í Músík og Sport á fimmhundruð kall ásamt Kiss Killers plötu.

Lúnir kennarar í Þórsmerkurferð

Ingvar, Sigrún og Maggi hvíti í Þórsmörk.

Faxaflóameistarar Hauka

Þarna sjáum við föngulegan hóp drengja úr 5. flokki Hauka í knattspyrnu hampa Faxaflóabikarnum eftirsótta (allir úr Víðó).
Efri röð: Óskar Hafliði, Siggi Hilmars, Dabbi Magg, Axel (Kópi), Svenni, Hörður, Sigþór og Kiddi.
Neðri röð: Kim Magnús Juncker Nielsen, Ægir, Siggi Kjartans, Markmaður, Tommi, Óskar Sig, Palli Grétars.

Kveikjum eld, kveikjum eld kátt hann brennur!

Þessi mynd er tekin í Þórsmerkurferðalagi 85 eða 86. Þarna sitja að mér sýnist Steina, Soffía, Ingvar, Brynjar, Ægir, Anna Soffía, Fríða, Þorgerður, ..........., Aðalbjörg og Valur.

Skær.is

Það var oft mikið stuð á kvöldvökunum í skíðaferðalögum. Hér er einhver gjörningur með skyr í uppsiglingu, hverjar skyldu þetta vera?

Knattspyrna í Þórsmörk

Tommi, Finnbogi, ?, Sigþór, Hemmi, Hjölli, Kristján, ? og hvur andsk... Guðrún enn að glenna sig.

Tjillað í frímínútum

Björg og einhver Grænlendingur

Þessi Grænlendingur kom í námskynningu í Víðistaðaskóla 82. Kennarar og nemendur létu vel af samskiptum sínum við greyið en það var ómögulegt að skilja bullið sem rann upp úr honum.

Wicy stelpurnar (lol)

Einhverra hluta vegna þá man ég ekki eftir þess (hlýt að hafa verið veikur), þetta er gargandi snilld. Rósa, Guðrún, Hrund, Þorgerður og Íris.

Svaðalegar gellur!

Tvær holdvotar!

Þorgerður og Guðrún rennblautar eftir að hafa sett Kórak í bað, sem hann vildi alls ekki. Takið eftir stuttbuxunum sem Guðrún er í, ég myndi segja að þær væru í styttri kanntinum (Guðrún alltaf að glenna sig).

Tvær í mis góðum sköpum!

Til þessa að þekkjast betur í sundur þá ákváðu stelpurnar að vera bara í mis góðu skapi, önnur í fýlu og hin í stuði.

Kórak sonur Tarzans?

Hver man ekki eftir því er við fundum þetta kvikindi í skólaferðalaginu í Þórsmörk hér um árið. Þessi vesalingur hafði ráfað um skóginn í mörg ár þangað til við tókum hann upp á okkar arma fæddum hann og klæddum og gáfum honum nafn. Mamma hans og pabbi urðu víst viðskila við greyið er þau voru í einni af sínum alræmdu fyllerísferðum í Þórsmörk á hippatímabilinu. Í dag býr kvikindið við mikla velsæld á Völlunum í Hafnarfirði og unir þar hag sínum vel undir nafninu Ægir Sigurgeirsson. Held meira að segja að hann sé orðinn íþróttakennari við Víðistaðaskóla. Það er kannski ekki að undra enda var drengurinn duglegur að sveifla sér á milli greina er hann var að alast upp í skóginum.

Billi barnungi!

Hver man ekki eftir Billa sem sló í gegn er hann tók krabbalabbið á skólaskemmtun í hátíðarsal Víðistaðaskóla 82.

Grámosinn glóir

Steina sló í gegn í gráu jakkafötunum hans pabba síns á þriggja skóla ballinu 86.

Friday, October 27, 2006

Elías gjaldkeri og Óskar formaður

Eitt af því góða sem nemendaráð kom á laggirnar á þessum tíma var þriggja skóla ballið (sameiginlegt ball Lækjarskóla, Öldutúnsskóla og Víðistaðaskóla). Veit einhver hvort að þetta ball sé ennþá við lýði.
Eins og sjá má þá mokgræddum við á ballinu og var gjaldkerin augljóslega ánægðastur með það eins og sjá má á svipnum á Ella. Þess má til gamans geta að Elías er nú virðulegur endurskoðandi og spásserar um í tvítjakkafötum daginn út og inn.

Duran Duran?

Ægir, Svenni, Davíð, Steini Diskó og einhver diskóræfill með písmerki.

Vó, easy on the sítt að aftan thing!

Hvað kemur hér? Sýnist þetta vera Steini Diskó, Rut systir hans Palla Grétars og einhver kellingardrusla.

Thursday, October 26, 2006

Hvað hefur á daga þína drifið!


Hver í áranum er ég!

Vegna mikils þrýstings frá kvennkyns lesendum þessarar síðu hef ég ákveðið að hér undir þessari færslu geti fólk skrifað smávegis um sjálft sig þ.e.a.s. hvað það er að gera í dag, hversu mörg börn, hversu oft það drekkur í viku o.sfrv.
Þeir sem þegar hafa skrifað sjálfsævisögu sína einhvers staðar á síðunni eru því beðnir um að endurtaka leikinn og geta þá bætt einhverju við.

Koma svo!

Svarthvítar og seiðandi!

Björg, Þorgerður og ....................?

Í hrauninu fyrir framan Víðó

Hvað er að sjá Rúnar á þessari mynd, hann hefur greinilega verið neyddur til þess að standa þarna í stúlknagerinu.

Þórunn gaf ekkert eftir í reykingunum

Davíð dáist af því hersu svöl Þórunn er með rettuna. Þessi mynd er víst úr reykingaferðinni miklu sem farin var árið 1983. Þökkum Steinu fyrir þessar skemmtilegu reykingamyndir, nú getið þið sýnt börnunum ykkar hvað þið voruð að bardúsa á þeirra aldri.

Davíð með eina feita!

Svei mér þá, ég held að rettan sé jafn stór og Davíð. Sýnist þetta vera Húbert sjálfur sem bíður rólegur á kanntinum í svörtum leddara eftir næsta smók. Sýnist á svipnum á honum að honum sjá hálf flökurt. Sæi son minn fyrir mér með skítarettu úti í hrauni, lol those were the days. Skyldi Húbbi vera enn í leðrinu? Er Davíð hættur að reykja? Þessum spurningum verður væntanlega öllum svarað þann 17. nóvember næstkomandi.

Ingó þó!

Ingó var einn af þeim sem var í skítarettugenginu sem hélt til á svæði sem kallaðist í daglegu tali kamarinn. Man að maður varð stundum fyrir aðkasti þegar maður átti leiða þar fram hjá með djús í brúsa kasettutæki á öxlinni og fótbolta undir hendinni á leið niður á Víðistaðatún í klínu. Þannig að það voru misjöfn áhugamálin á þessum tíma, á meðan sumir voru í klínu þá voru aðrir í vímu og svo sem ekkert meira um það að segja. Efast um að jólakúlurnar hafi verið komnar niður hjá Ingó þegar þessi mynd var tekin (jólakúlur = hreðjar).

Wednesday, October 25, 2006

María Sveinsdóttir og Kristýn Ýr (lol)

Kristýn Ýr hefur greinilega tekið margar slæmar ákvarðanir þegar hún fór út fyrir hússins dyr þennan morguninn.

Stemmari í skólaferðalagi!

Brynjar, Valur, Óskar Sig, Tommi, Siggi H, Axel (Kópi), Palli Grétars, Davíð og Siggi Kjartans.

Steina fasteignasali!

Á þessum árum var Steina mikið að spá í því að verða hárgreiðslukona og keypti sér því þessa forláta greiðu. Sem betur fer hætti hún við hárgreiðslunámið og hefur nú snúið sér að fasteignaviðskiptum á Spáni. Samkvæmt þessari mynd þá hefur hún tekið hárrétta ákvörðun.

Ægir og Alla

Þessi mynd er tekin fyrir annsi mörgum árum og gráum hárum.

Sveinberg Gíslason ofurtöffari dauðans!

Svenni mætti ferskur á þriggjaskólaballið með þessa Limhal greiðslu og daðraði við tjellingarnar út í eitt, helv.... kötturinn.

Tvær á trúnó!

Hvað er að sjá svipinn á Steinu og Rósu? Annað hvort eru þær á skallarassgatinu og með móðursýkisgrenjukast eða þá að þær finna ekki pelann.

Elías og Ægir með hasspípu eða rörasprengju!

Hörður alltaf flottur!

Sjö ára bekkur!

Hér kemur ein bekkjarmynd úr 7 ára bekk. Nokkuð margir úr þessum bekk sem útskrifuðust ekki með okkur 86.

Sjötti eitthvað frekar en fimmti!

Helena, Haddý, Þórun, Palli, Óskar, Siggi K, Kristján Hlöðvers, Kristján Rúnars, Halldór Másson, Siggi H, Mjöll, Kristín Ýr, Ragnheiður, Fríða, Gummi litli, Fríður Brands, Margrét, Eyrún, Vala og Steini Langer og kennari Guðrún. Am I right or am I wrong?

Áttundi eitthvað!

Þessi bekkjarmynd kemur frá Mjöll, þetta er 8. bekkur held ég, þið leiðréttið mig ef ég er að fara með fleipur sem er ekki ólíklegt. Endilega sendið mér fleiri myndir svo ég hafi úr meiru að moða. Myndirnar sem þú varst að reyna að senda mér Þorgerður skiluðu sér ekki. Sendu mér myndirnar á jpg formi þá ætti þetta að ganga. Ekki zippa!

Thursday, October 19, 2006

Kevin og Steini afar rómantískir!



Vóó, hvað er hér á ferðinni? Þeir félagarnir Steini og Kevin í rómantískum hugleiðingum (vonandi ekki til hvors annars) í "Studio Toppur".

Uppstilling dauðans!


Anna Soffía, Soffía Steingríms og Eydís í "Studio Toppur"

Skvísur af Guðs náð!

Guðrún, Þorgerður og Hrund hressar í myndatöku hjá "Studio Toppur"

Lakkrísbindi og Sjenni í kók!

Húbert með lakkrísbindi og Sjenever á kanntinum í partýi heima hjá Ægir.

Töffarar dauðans!

Það voru víst fleiri en Óskar Hafliði sem skörtuðu hvítum jakkafötum á þessum árum. Hér má sjá Brynjar í alvöru diskógalla. Gunni, Tommi og Hörður eru heldur ekkert slor.

Miði á þriggja skóla ballið 86!

Haldið þið ekki að Ingvar hafi lumað á miðanum sem hann fékk fyrir aðgang að þriggja skóla ballinu 86. Það skyldi þó aldrei vera að hann ætti ennþá kínaskóna sem hann mætti í á ballið?

Mennt er máttur - Danska er fyrirsláttur

Soffía dönsku kennari í góðum gír.

Wednesday, October 18, 2006

Davíð fór mikið í sleik á þessum árum!

Svei mér þá ef Davíð hefur ekki fríkkað með árunum blessaður drengurinn. Held reyndar að hann hafi verið að drepast í vörunum eftir alla "sleikina" sem hann var búinn að fara í.

Maggi og Colin Farrell

Maggi sendi líka þessa skemmtilegu mynd þar sem hann hefur líklega verið að fljúga Colin Farrell í eitthvað partýið. Þannig að ef ykkur vantar flugmann þá hafið þið samband við Magga, hann segist fljúga með hvaða pakk sem er svo lengi sem hann fær borgað.

Maggi Rikk sendi þessa mynd!

Maggi Ríkharðs sendi þessa mynd og bað til kveðju til allra frá Flórída. Endilega verið dugleg að senda mér myndir, meira gaman að fá myndir frá sem flestum þannig að þetta sé ekki alltaf af sama fólkinu. Dustið nú rykið af albúmunum og skannið inn nokkrar myndir. Mega alveg vera myndir af ykkur í jólafötunum sem mamma ykkar keypti á ykkur í Kaupfélaginu, jafnvel fermingarmyndir lol.