Monday, November 20, 2006

Takk fyrir síðast!

Jæja þá eru endurfundir útskriftarárgangsins á enda og vonandi allir komnir til síns heima. Nefndin þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á Sólon og stigu dansinn með okkur þetta kvöld. Ekki veit ég nákvæmlega hversu margir mættu en reiknast til að það hafi verið á milli 60 - 70 manns jafnvel fleiri. Ingvar Sig. mætti með myndavél og ég á von á því að fá myndir frá honum sem ég mun þá setja hér inn á síðuna okkur sem mættu og þeirra er heima sátu til skemmtunar og yndisauka.

Ég varð fyrir því óláni að glata bíllyklunum mínum þetta umrædda kvöld þannig að ef einhver hefur séð til ferða þeirra þá er sá hinn sami vinsamlegast beðin um að hafa samband við mig hið fyrsta (þurfti að taka leigubíl heim :)).

1 comment:

Anonymous said...

Já takk fyrir síðast. Ég skemmti mér alveg konunglega, þrátt yfir að vera ekki konungborin´, og vil þakka nefndinni fyrir að drífa í þessu. Mér var reyndar ekki mikið skemmt á laugardeginum þegar orku-vodginn fór að láta finna fyrir sér. En þetta er víst bara það sem fylgir - sé ekki eftir neinu enda eins og áður sagði alveg svaka gaman og dansað fyrir allan peninginn. Þakka nefndinni aftur fyrir nú er bara spurning hverjir verða í næstu nefnd ?

Bíð spennt og þó ekki eftir myndunum.