Wednesday, November 22, 2006

Boggi með síkó og Cult Shaker í bakgrunni, djö.. töffari!

Borgar á síðasta orðið í þessari myndaseríu frá Endurfundum Víðó86, nefndin þakkar enn og aftur öllum þeim sem mættu og vonast til að sjá sem flesta aftur eftir 5 ár.
Þetta eru allar myndirnar sem Ingvar sendi á mig.

Helv.. kötturinn!

Dansað upp á dekki og upp um alla veggi!

Langintes alveg mökkaður!

Enn og aftur með fingurinn á lofti, djísús kræst!

Það var sungið af innlifun!

Sjóðandi heit í salsa sveiflu!

Sjúddirarírei og sjúddirariræ

Þarna var stemmarinn orðinn gríðarlegur!

Óskar hvað er þetta með hendina?

Óskar og Alla í sjóðheitri sveiflu!

Eyrún foxill út í Elías enda maðurinn ekki með öllum mjalla.

Félagarnir Boggi og Bjarni

Boggi bað steplpurnar vinsamlega að láta sig í friði enda skartaði hann þessum líka gullhnullung á baugfingri hægri handar.

Davíð bað Stínu á dansgólfinu á meðan aðrir geyspuðu og dönsuðu trylltan anorexíudans í bleiku

Stína sveif um á bleiku skýi!

Gunni höztlaði út í eitt!

Sigrún og Guðrún voru í megastuði!

Tommi og Guðrún Sóley tóku tjútt dauðans!

Ragnheiður hló út í eitt!

Elías orðinn alveg svartfullur!

Þorgerður var kát að vanda og tók "walk like an Egyptian" við mikinn fögnuð viðstaddra

Þarna var allt orðið vitlaust og menn farnir að slást!

Skari tjúttaði út í eitt!

Svenni spaugaði með Eyrúni

Óskar og Davíð tóku línudans!

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Stína fór að tína af sér spjarirnar

Aðalbjörg skvísa dansaði sem óð væri!

Ohhh, þau eru svo sæt saman!

Flottur prófíll!

Steini með tvær í takinu og vodkadjús í hægri hönd!

Svarta gengið!

Skvísugengi

Ef þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig!

Ægir og Skari Sig voru hinir hressustu

Hvur djöfull...... það er verið að taka mynd af okkur Raggi!

Sigrún og Erlendur eða Madonna og Kevin Costner?

Lol, hvaða svipur er þetta á þeim hjónum?

Þórunn á skallarassgatinu með glennuna hana Guðrúnu sér við hlið

Siddó var svalur á því mar..

Af hverju er maðurinn að snúa sér á bakinu á gólfinu?

Guðrún smessar á kallinn og segir honum að hún muni koma mjög seint heim!

Axel og Gunni komnir niður í hálfa flösku!

Þröngt á þingi

Svavar og Sigþór að skrafa, Óskar með töffarastæla.

Svenni búin að splæsa Breezer á tjellinguna!

Hörður og Þórunn að skrafa um gömlu góðu

Myndir komnar af REUNIONINU á Sólon!

Sigþór og Gunni með brjóstabínu á milli sín.

Eftir að hafa rennt yfir myndirnar þá átta ég mig betur á því hvað þetta var í rauninni mikið stuð og hvað það var skemmtilegt að hitta ykkur öll aftur. Mér reiknast til að það hafi verið hátt í 70 manns sem létu sjá sig og tel ég það bara nokkuð ásættanlegt.
Allir mættu í sínu fínasta pússi, skröfuðu, dönsuðu, teiguðu og sneru sér á bakinu langt fram eftir nóttu. Flestir voru á staðnum vel fram yfir miðnætti og margir allt til 3:00. Nokkrir fóru síðan á Rex og héldu aðeins áfram þar en þá var mál að linni og held ég að flestir hafi verið komnir heim um 5:00 :). Ég skipaði víst í nefnd þarna um kvöldið og mig minnir að í þeirri nefnd hafi verið Sigrún Skarphéðins, Þorgerður, Steini og Axel (sett fram án ábyrgðar). Ef einhver man þetta betur en ég þá má hinn sami commenta á bloggið og uppfæra heilann í mér.
Jíha, rokk on, helv... feitu kettirnir mínir.

Monday, November 20, 2006

Takk fyrir síðast!

Jæja þá eru endurfundir útskriftarárgangsins á enda og vonandi allir komnir til síns heima. Nefndin þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á Sólon og stigu dansinn með okkur þetta kvöld. Ekki veit ég nákvæmlega hversu margir mættu en reiknast til að það hafi verið á milli 60 - 70 manns jafnvel fleiri. Ingvar Sig. mætti með myndavél og ég á von á því að fá myndir frá honum sem ég mun þá setja hér inn á síðuna okkur sem mættu og þeirra er heima sátu til skemmtunar og yndisauka.

Ég varð fyrir því óláni að glata bíllyklunum mínum þetta umrædda kvöld þannig að ef einhver hefur séð til ferða þeirra þá er sá hinn sami vinsamlegast beðin um að hafa samband við mig hið fyrsta (þurfti að taka leigubíl heim :)).

Friday, November 17, 2006

Farinn að fá mér bjór, síja!

ENDURFUNDIRNIR Í KVÖLD Á SÓLON KL. 21:00

Mæting á Sólon kl. 21:00 í kvöld í góðu stuði. Aðgangseyrir 500 kr. og málið dautt. Barinn verður að sjálfsögðu opinn allan tímann og fólk vinsamlegast beðið um að hella doldið í sig. Ákveðið var að vera ekkert að vesenast með veitingar þannig að fólk er einnig beðið um að koma úttroðið af mat svo það svelti ekki í hel. Ef menn og konur eiga tök á því þá væri gott ef þið gætuð komið með aurinn í því formi sem maður borgaði vanalega með í gamla daga.

Hittumst í mega stuði í kvöld, kær kveðja nefndinn!

Vegna mikillia anna, veikinda og tæknilegra örðugleika hef ég ekki haft tíma til þess að setja inn þær myndir sem mér bárust á lokasprettinum. Ég mun þó setja þessar myndir inn á síðuna í næstu viku og leyfa síðunni að lifa eitthvað lengur.

Wednesday, November 15, 2006

REUNION VÍÐÓ86 ÞANN 17. NÓVEMBER


Jæja góðir hálsar þá líður senn að "REUNIONINU" okkar þann 17. nóvember á Sólon. Mæting er stundvíslega kl. 21:00 og er fólk beðið um að vera í sómasamlegum lörfum. Skráningum hefur rignt inn síðustu daga þannig að það má búast við gekt fínu stuði, en betur má ef duga skal og ef þið vitið um einhvern sem er í vafa þá endilega látið hinn sama vita af því að hann eða hún mun verða umvafinn kærleika og birtu frá fyrrum samnemendum sínum enda eru öll dýrin í skóginum fyrir löngu orðnir vinir.

Voruð þið búin að heyra af Hafnfirðingnum sem gleypti strokleðrið?
Hann missti minnið auminginn.


Seinnipartinn í dag, á morgun og föstudag mun ég setja inn síðustu myndirnar sem hafa borist, þær eru margar hverjar alveg kostulegar þannig að haldið endilega áfram að fylgjast með.
Upplýsingar um verð ættu að liggja fyrir á morgun.